Einvígið á Nesinu á mánudaginn

Nesklúbburinn

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 18. skipti á Nesvellinum mánudaginn 4. ágúst nk.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu einhverfa barna. 

Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið  (shoot-out).  Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. 

DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða.  Í ár er það Styrktarfélag barna með einhverfu, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en félagið styrkir og styður málefni er varðar einhverf börn.  

Þátttakendur 2014

Axel Bóasson                                     GK                Klúbmeistari GK 2014

Bjarki Pétursson                               GB                Klúbbmeistari GB 2014

Björgvin Sigurbergsson                   GK                Marfaldur Íslandsmeistari

Helga Kristín Einarsdóttir               NK                Klúbbmeistari NK og Íslandsmeistari unglinga

Hlynur Geir Hjartarson                    GOS             Klúbbmeistari GOS 2014

Kristján Þór Einarsson                     GKJ               Íslandsmeistari í holukeppni 2014

Nökkvi Gunnarsson                           NK                Sigurvegari opinna móta á Nesvellinum 2014

Ólafur Björn Loftsson                       NK                Klúbbmeistari NK 2014

Tinna Jóhannsdóttir                          GK                Íslandsmeistari í holukeppni 2014

Þórður Rafn Gissurarson                  GR                Atvinnumaður í golfi