Einvígið á Nesinu er á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out) verður haldið á morgun, mánudaginn 4. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 13.00.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu  „Minningarsjóðs Bryndísar Klöru„.  Bleikur litur hefur einkennt minningarsjóð Bryndísar Klöru og hvetjum við alla meðlimi Nesklúbbsins sem og áhorfendur til þess að mæta tímanlega og í einhverju bleiku ef þið hafið kost á.

Arion Banki, styrktaraðili Einvígsins á Nesinu, veitir í mótslok forsvarsaðila Minningarsjóðs Bryndísar Klöru ávísun upp á eina milljón króna.

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2025 eru:

Aron Snær Júlíusson, GKG
Axel Bóasson, GK
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Heiðar Steinn Gíslason, NK
Haraldur Franklín Magnús, GR
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GKG
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR