Einvígið á Nesinu verður sýnt í kvöld og myndir frá Nærmynd

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu sem haldið var í samstarfi Arion Banka verður sýnt á sjónvarpsstöðinni SÝN í kvöld kl. 21.00.  Við hvetjum alla til að horfa á þennan skemmtilega þátt þar sem nokkrir af bestu kylfingum landsins leika listir sínar á vellinum okkar í þágu Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.

Einnig er hann Guðmundur KR. félagsmaður og eigandi ljósmyndastofunnar NÆRMYND búinn að setja inn fullt af myndum úr mótinu sem sjá með því að smella hér  – alveg frábærar myndir sem vert er að skoða.