Félagsskírteini og breytt heimilisföng

Nesklúbburinn

Félagsskírteini og pokamerki fyrir árið 2015 verða borin út til félagsmanna í næstu viku.  Þar sem félagakerfi klúbbsins er ekki tengt þjóðskrá og svo allt komist nú í réttar hendur, eru þeir félagsmenn sem hafa flutt á síðastliðnum 3-4 árum og ekki tilkynnt breytt heimilisföng til klúbbsins vinsamlegast beðnir um að senda nýtt heimilisfang á netfangið: nkgolf@nkgolf.is. Taka skal fram nafn/nöfn viðkomandi, heimilisfang og póstnúmer.