Fimmtudagsmót nr. 2 á morgun

Nesklúbburinn

Fimmtudagsmótin eru þrjú í sumar og er þetta mót nr. tvö.  

Innanfélagsmót fyrir þá sem vilja. Fyrirkomulagið er þannig að leiknar eru 9 holur, punktakeppni með fullri forgjöf og getur fólk hafið leik þegar því hentar á milli kl. 09.00 og 20.00.

Skráning er á skrifstofu eða í kassanum í veitingasölunni

Tilvalið mót fyrir kylfinga sem eru styttra komnir og langar til að prufa að taka þátt í móti.

Þátttökugjald er kr. 1.000

ATH: völlurinn er opinn allan daginn