Firmakeppni Nesklúbbsins haldin í dag

Nesklúbburinn Almennt

Firmakeppni Nesklúbbsins var haldin í fínu veðri á Nesvellinum í dag þrátt fyrir smá vind.  Fullt var í mótið og voru 26 fyrirtæki eða 52 kylfingar skráðir til leiks.  Leikinn var höggleikur með forgjöf eftir Texas-scramble fyrirkomulagi þar sem að tveir voru saman í liði og var lögð saman vallarforgjöf beggja leikmanna og deilt í með fjórum.  Sigurvegarar voru feðgarnir Gunnlaugur Jóhannsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem léku fyrir Liti en þeir léku á 63 höggum eða 61 höggi nettó.  Helstu úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi.

Höggleikur:

1. sæti – LITIR SLF. – 61 HÖGGI NETTÓ

GUNNLAUGUR JÓHANNSSON OG EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON

2. sæti – STEFNIR – 63 HÖGGUM NETTÓ

GUÐJÓN ÁRMANN GUÐJÓNSSON OG ARNÓR GUNNARSSON

3. sæti – ARNEY – 64 HÖGGUM NETTÓ

RÚNAR GEIR GUNNARSSON OG ÞÓRARINN GUNNAR BIRGISSON

Nándarverðlaun:

2./11. hola – GUÐJÓN ÁRMANN GUÐJÓNSSON, 1,45 METRA FRÁ HOLU

5./14. hola – BORGAR ÞÓR, 2,87 METRA FRÁ HOLU