Firmakeppnin á laugardaginn

Nesklúbburinn

Firmakeppni Nesklúbbsins verður haldin laugardaginn 7. september og er glæsileg að vanda. Ásamt því að vera stjórskemmtilegt mót er Firmakeppnin mikilvægur þáttur í fjáröflun klúbbsins. Félagsmenn eru því hvattir til að aðstoða við að koma með fyrirtæki til leiks í mótið ef þeir mögulega hafa tök á.

Leikfyrirkomulag:

Leikið verður TEXAS-SCRAMBLE fjórir í holli, tveir saman í liði (skrá sig saman fyrir eitt fyrirtæki) SAMANLÖGÐ VALLARFORGJÖF DEILT Í MEÐ FJÓRUM OG RÚNUÐ VIÐ NÆSTU HEILU TÖLU. Hámarks vallarforgjöf: karlar: 36 og konur: 36.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 13.00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu nettóskorin til keppenda. Einnig munu fyrirtækin sem sigurvegararnir spila fyrir fá viðurkenningu.

1. verðlaun – kr. 30.000.- gjafabréf upp í golfferð frá
ÚRVAL-ÚTSÝN og 10.000 kr. gjafabréf í Hole in One pr.leikmann.

2. verðlaun – kr. 25.000.- gjafabréf upp í golfferð frá
ÚRVAL-ÚTSÝN og 10.000 kr. gjafabréf í Hole in One pr. leikmann.

3. verðlaun – kr. 15.000.- gjafabréf upp í golfferð frá
ÚRVAL-ÚTSÝN og 10.000 kr. gjafabréf í Hole in One pr.leikmann.

Nándarverðlaun á par 3 holum

2./11. hola – 10.000 kr. gjafabréf í A4
5./14. hola – 10.000 kr. gjafabréf í A4

Þátttökugjald kr. 25.000.- pr. fyrirtæki

Innifalið í þátttökugjaldi er stórbrotin hangikjötsveisla að móti loknu

Skráning á skrifstofu Nesklúbbsins (nkgolf@nkgolf.is) eða í
síma 561-1930/860-1358