Firmakeppnin haldin í dag

Nesklúbburinn

Firmakeppni Nesklúbbsins var haldin í vægt til orða tekið miklu roki í dag.  Það voru 23 fyrirtæki sem sendu fulltrúa sína til leiks í mótið og var leikið eftir Texas-scramble fyrirkomulagi þar sem tveir léku saman í liði.  Sökum veðurs og veðurútlits var ákveðið eftir 9 holur að láta þar við sitja enda varla stætt orðið á vellinum og boltarnir við það að fjúka á flötunum.  Engu að síður léku kylfingar ótrúlega vel og höfðu flestir gaman af.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik með forgjöf og nándarverðlaun á par þrjú holum.  Eftirtalin fyrirtæki sendu lið til keppni og er þeim fyrir hönd Nesklúbbsins hér með þakkað kærlega fyrir stuðninginn.  Úrslit mótsins má svo sjá neðst á síðunni:

AÐALVÍK
ÁBERANDI
B5
BÍLSON
DHL
HÁSPENNA
ÍSAGA
ÍSLANDSBANKI SELTJARNARNESI
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN
LANDSSTJARNAN
LITIR SLF.
LÝSI
MHG
MÚLAKAFFI
NESSKIP
OLÍS
PFAFF
ROSSOPROMODORO
SECURITAS
SELTJARNARNESBÆR
SJÓVÁ
SÓLBAKKI
STEINI STEINA GROUP
STROKKUR ENERGY

Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Björn Jónsson, 8,08 metra frá holu
5./14. braut – Ágúst Ragnarsson, 2,23 metra frá holu

Höggleikur:

3. sæti – Litir SLF. – Gunnlaugur Jóhannsson og Áslaug Einarsdóttir, 34 högg nettó
2. sæti – Landsstjarnan – Sigurður Egilsson og Sigurður Örn Einarsson, 34 högg nettó
1. sæti – Seltjarnarnesbær – Þorsteinn Guðjónsson og Einar Ingvar Jóhannsson, 31 högg nettó.