Fjáröflunarmót til kaupa á hjartastuðtæki verður haldið á þriðjudaginn kemur þann 1. maí. Mótið hefst kl. 9 og verður 9 holu punktakeppni með forgjöf. Hver hringur kostar 2.000 kr. og er félögum heimilt að leika eins marga hringi og þeir vilja, en lægsta skor mun telja í mótinu.
Völlurinn verður ekki lokaður vegna mótsins en allir eru hvattir til að vera með og styrkja kaup á mikilvægu tæki.