Sumarflatir og styrktarmót

Nesklúbburinn

Til stendur að opna inn á sumarflatir nú á föstudaginn.  Hafa skal í huga að völlurinn er ennþá eingöngu opinn fyrir félagsmenn og eru kylfingar vinsamlegast beðnir um að ganga vel um völlinn sem er mjög viðkvæmur þessa dagana.  Setjum torfurnar í förin og lögum boltaför á flötum og gerum völlinn þannig enn betri í sumar.

Ef veður leyfir verður haldið innanfélagsmót þriðjudaginn 1. maí.  Mótið er hugsað sem fjáröflunarmót fyrir hjartastuðtæki sem klúbburinn mun fjárfesta í nú um mánaðarmótin.  Leiknar verða 9 holur og kostar að lágmarki kr. 2.000 í mótið.  Heimilt verður að leika fleiri en einn hring ef fólki langar til og munu þá bestu 9 holurnar gilda.

Endanleg ákvörðun um hvort mótið verður haldið verður tekin á sunnudag.  Fólk er því hvatt til þess að fylgjast með hér á síðunni.