Fjórða mótið í öldungamótaröðinni

Nesklúbburinn

Fjórða mótið í öldungamótaröðinni fer fram á Nesvellinum á morgun.  Eins og áður hefur komið fram er þetta í raun þriðja mótið sem telur þar sem það fyrsta var fellt niður vegna veðurs.  Leiknar eru 18 holur eftir punktafyrirkomulagi og munu svo fimm bestu hringirnir svo telja til verðlauna.  Tilkynna skal þátttöku í veitingasölunni og greiða kr. 500.  Heildarstaðan verður birt á þriðjudaginn hér á síðunni og á töflunni inni í skála.