Hið stórglæsilega FORVAL kvennamót fór fram á Nesvellinum í dag. Mótið sem hefur verið haldið undanfarin ár er ár nokkurs vafa orðið eitt glæsilegast kvennamót á landinu í dag enda var eftirspurnin eftir því. Það voru 104 konur sem tóku þátt og komust mun færri að en vildu. Þrátt fyrir mikið rok á meðan mótinu stóð létu konurnar það sig ekkert á fá og spiluðu margar hverjar nokkuð vel við afar erfiðar aðstæður. Leikið var eftir punktakerfi í tveimur forgjafarflokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt besta skori í höggleik. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 1. braut og nándarverðlaun á par þrjú holum og í tveimur höggum á 8. braut. Í móstlok mættu svo 84 konur í kjúklingasalat frá Veislunni og frábæra verðlaunaafhendingu þar sem að þakið ætlaði að rifna af skálanum enda stemmningin ákaflega góð þar sem dregið var m.a. úr 64 skorkortum um glæsilega aukavinninga. Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
PUNKTAKEPPNI:
Forgjafarflokkur I
1. sæti: Hildur Gylfadóttir, GK – 37 punktar
2. sæti: Matthildur Helgadóttir, GK – 33 punktar
3. sæti: Þóranna Halldórsdóttir, GL – 33 punktar
Forgjafarflokkur II
1. sæti: Ragnhildur Gottskálksdóttir, NK – 38 punktar
2. sæti: Elísabet Jónsdóttir, GR – 34 punktar
3. sæti: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, GK – 34 punktar
Besta skor: Hildur Gylfadóttir, GK – 90 högg
Nándarverðlaun:
2./11. braut: Sigríður Hafberg, NK – 1,49 metra frá holu
5./14. braut: Ragna Ingólfsdóttir, NK – 3.09 metra frá holu
8./17. braut: Elísabet Jónsdóttir, GR – 2,77 metra frá holu
Lengsta upphafshögg á 1. braut: Sólveig Pétursdóttir, GR