Frábær Jónsmessa á laugardaginn – myndir

Nesklúbburinn

Jónsmessumótið var haldið á laugardaginn í fínasta veðri þó sólin hafi nú látið sig vanta.  Tæplega 80 félagar úr klúbbnum tóku þátt og var spilað eftir texas-scramble fyrirkomulagi þar sem ýmist voru 8 eða 9 saman í liði.  Búið var að setja upp ýmsar þrautir á vellinum og þó hringurinn tæki hátt í þrjá tíma skemmti fólk sér konunglega.  Að móti loknu fór svo fram verðlaunaafhending á meðan þátttakendur gæddu sér á ljúffengum veitingum sem Krissi var búinn að töfra fram.  Að venju var búningakeppni og fleira skemmtilegt og eins og sjá má á myndunum sem eru hér á síðunni undir „myndir/2014 Jónsmessa“ lögðu margir ansi mikið á sig til þess að hreppa þau verðlaun.