Meistaramót Nesklúbbsins 2025 hófst í gær þegar að barna- og unglingaflokkar hófu leik. Leikið er í fimm aldursflokkum og er mikil spenna í gangi. Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér.
Skráning í forgjafar- og fullorðinsflokka lauk í gærkvöldi og var þátttökumetið sem sett var í fyrra jafnað þar sem 232 meðlimir eru skráðir til leiks. Eins og oft áður eru flestir þátttakendur í 3. flokki karla en heilt yfir er fín skráning á öllum vígstöðvum og má búast við spennandi keppni í öllum flokkum.
Nú liggur fyrir endanleg niðurröðun á rástímatöflunni og er hún birt hér með þessari tilkynningu. Athugið að taflan er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar.
Rástímar fyrir laugardaginn 5. júlí verða svo birtir í síðasta lagi kl. 15.00 á Golfbox á morgun, föstudag og þar má líka fylgjast með öllum úrslitum mótsins.
Við óskum öllum keppendum góðs gengis og umfram allt góðrar skemmtunar
Meistaramótsnefnd