Frábær þátttaka í styrktarmóti Nökkva í dag

Nesklúbburinn

Styrktarmót fyrir Nökkva Gunnarsson sem heldur í haust út til keppni í Bandaríkjunum tókst frábærlega í dag.  Veðurguðirnir lögðu sitt af mörkum þar sem sólin skein nánast í allan dag og þrátt fyrir yfir miðjan daginn hafi komið þétt norðan átt var hlýtt og gott veður.  Rúmlega 200 kylfingar og velunnarar Nökkva mættu og styrktu hann til verkefnisins sem framundan er.  Leikin var 9 holu punktakeppni þar sem þátttakendur gátu keypt sér fleiri en einn hring og voru dæmi um að sami einstaklingur fór fjóra hringi.  Í lok kvölds var svo fjölmenn verðlaunaafhending þar sem veitt voru glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin i punktakeppninni, besta skor, nákvæmasta upphafshögg á 7. braut, nándarverðlaun og margt, margt fleira.  Nökkvi vill koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem mættu í dag lögðu hönd á plóginn við að láta draum hans rætast.