Styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson afrekskylfing í Nesklúbbnum var haldið í gær. Þrátt fyrir mikið hvassviðri mættu 158 kylfingar og velunnarar Ólafs og lögðu sitt af mörkum fyrir komandi átök hjá honum. Eins og áður hefur komið fram stefnir Ólafur á að gerast atvinnumaður í golfi um miðjan ágúst og mun hann reyna fyrir sér í úrtökumótum bæði á Evrópsku og Bandarísku mótaröunum í haust. Í styrktarmótinu sjálfu voru 114 þátttakendur og var leikið eftir punktafyrirkomulagi og í höggleik. Í fjölmennri verðlaunaafhendingu í mótslok voru m.a. veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum og nákvæmasta upphafshöggi á 7. braut.
Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
NÁKVÆMASTA UPPHAFSHÖGG Á 7 BRAUT: ÞÓRÐUR KOLBEINSSON
NÁNDARVERÐLAUN:
2. HOLA: ODDUR ÓLI JÓNASSON – 3,45 METRAR
5. HOLA: HELGA MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR – 3,1 METER
PUNKTAKEPPNI:
1. SÆTI: ÓSKAR DAGUR HAUKSSON – 23 PUNKTAR
2. SÆTI: ÓLAFUR J. STRAUMLAND – 22 PUNKTAR
3. SÆTI: BÚI BENDTSEN – 22 PUNKTAR
HÖGGLEIKUR:
1. SÆTI: RÚNAR GEIR GUNNARSSON – 35 HÖGG
2. SÆTI: NÖKKVI GUNNARSSON – 35 HÖGG
3. SÆTI: ÞÓRARINN GUNNAR BIRGISSON ? 37 HÖGG