Framkvæmdaáætlun á Nesvellinum næstu ára

Nesklúbburinn

Framkvæmdaáætlun  2012 til 2016

Tillögur um framkvæmdir á Nesvellinum 2012 – 2016.  Unnið 2012 af vallarnefnd og framkvæmdastjóra fyrir stjórn klúbbsins.

Eftirfarandi tillögur hafa verið lagðar fram og samþykktar af stjórn klúbbsins.  Tillögurnar verða í framhaldinu lagðar fyrir Seltjarnarnesbæ sem veita þarf heimild til flestra þeirra þátta er birtast í áætluninni. 

Tillögurnar eru í flestum tilvikum ekki endanlegar og geta tekið breytingum á meðan tímabilinu stendur.

1.     hola

1.  Byggja nýjan teig þar sem gulir og rauðir teigar verða sameinaðir á einn pall.          
     i.  Jarðvegsskipti og þökulagt

2.  Endurgera brautina og glompur á henni
    i.      Jarðvegsskipti og þökulagt/sáð

3.  Lagfæring á flöt eða gerð ný ásamt sandglompum við hana
    i.      Jarðvegsskipti og þökulagt

2.      hola

1.  Klára teiginn
     i.      Ramma teiginn af vegna hugsanlegs ágangs farartækja af stígnum vestan megin við hann
     ii.      Setja stiga/tröppur upp á teiginn

2.  Setja glompu framan við flötina

3.      hola

1.  Byggja nýjan teig á hólnum hægra megin við 2. flöt

     i. Jarðvegsskipti og þökulagt

2.  Endurgera göngustíg frá annarri flöt út á þriðju braut                                                                 

     i. Kanna hvort skipta þurfi um jarðveg eða hvort núverandi stígur sé tilbúinn til   
        yfirborðsmeðhöndlunar.  Athuga hvort malbik eða gervigras þjóni betur umhverfisstefnu 
        klúbbsins.

 3.  Endurgera/breyta sandglompu framan við flötina

      i.      Minnka hana og dýpka og setja aðra glompu hægra megin við flötina.  Markmiðið með því
              er að færa hana er að beina umferðinni vinstra megin við flötina.  Glompan verði formuð
              líkt og á 9. braut með mishæðum sem nýtist sem vörn fyrir þá sem eru á fjórða teig.

4.     hola

1.  Laga göngustíg í samræmi við aðra stíga

2.  Setja grjóthleðslu eða kantstein meðfram brautinni á vinstri hönd þar sem hún liggur meðfram veginum.  Þannig afmarkar það betur sem er utan vallar og það sem er inni á vellinum.

5.     hola

1.  Breyta flöt og umhverfi henna
     i.      Þarfnast nánari útlistunar

6.     hola

1.  Brautar- og flatarglompur lagaðar til með endurhleðslu og dýpkun
     i.  Lækka flötina niður vegna slysahættu

7.     hola

1.  Endurbyggja teiga                                                                                                  
        i.      Jarðvegsskipti, vatnskerfi og þökulagt

2.  Endurhanna og laga umhverfi brautarinnar frá sandglompum við 100 metra hæl að og í kringum
     flötina
     i.      Jarðvegsskipi á brautum og þær þökulagðar
     ii.      Glompur endurgerðar í samræmi við teikningar sem lagt hefur verið drög að.

 8.     hola

1.  Karlateigur
     i.      Ramma efri teiginn af vegna hugsanlegs ágangs farartækja af stígnum.  Gera það í samræmi
             við teiginn á 2. braut
     ii.      Endurgera neðri hluta karlateigsins
             Jarðvegsskipti, vatnskerfi og þökulagt

 2.  Byggja upp kantinn brautarmegin við tjörnina þar sem hann er farinn að síga
      i.      Þarfnast nánari útfærslu í samráði við Seltjarnarnesbæ

 3.  Gönguleið að og á flötina
      i.      Endurhanna þannig að sem flestir virði hana

 9.     hola

1.  Klára framkvæmdir síðan 2011
     i.      Laga samskeyti gömlu og nýju brautarinnar

 Æfingasvæði:

  1. Klára að ramma svæðið af með lítilli mön vinstra megin við svæðið samskonar þeirri og gerð var í vor
  2. Fjölga skotmörkum
  3. Setja Grasteig norðan megin við æfingaskýlið

 Skálinn

  1. Laga hellulögn í kringum skálann

 Bílaplan

  1. Stækka þarf bílaplanið
    1. Kanna möguleika í samráði við Seltjarnarnesbæ
      i.  Kanna möguleika á að setja þvottaaðstöðu austan megin æfingaskýlis fyrir kerrur og skófatnað

 Vegur og plan við vélageymslu:

  1. Malbika veg og plan við vélageymslu
  2. Ganga frá kantinum við æfingasvæðið beggja vegna vegarins (nýframkvæmd 2012) 
    Setja rotþró við vélageymslunai.  Á sérstaklega við fyrir þann úrgang sem kemur þegar verið er að þvo vélar, sbr. Vatn og grasii.     
          i.  Er ábending frá umhverfisvottunaraðilum

Annað sem laðgðar voru áherslur á sbr. endurbygging/ nýjum á nýlegum glompum, hreinsa grjót  úr brautum sem komið hefur upp á yfirborðið í frosti og að laga/tyrfa svæði sem fara illa vegna mikils ágangs flokkast undir viðhald en ekki nýframkvæmdir.