Fyrir keppendur í BYKO mótinu

Nesklúbburinn

BYKO mótið verður haldið á morgun.  Við aftur að keyra mótið í gengum GOLFBOX og er mikilvægt að keppendur hafi eftirfarandi til hliðsjónar.

1.  Rástímar hafa verið birtir á Golfbox

2. Skráning á skori.  Nú hafa allir þátttakendur fengið tölvupóst og SMS með slóð („link“).  Þegar þið byrjið að spila í mótinu takið þið símann með ykkur og skráið skorið í mótinu í símann í gegnum þennan link.  Ath. nóg er að einn í hverju holli taki það að sér en að sjálfsögðu geta allir gert það.  

3. Af gefinni reynslu munum við biðja ykkur um að fyllal út skorkort líka.  Skorið í símanum mun telja en við tökum þetta öryggisatriði ef eitthvað skyldi klikka.

4. Á meðan að mótinu stendur mun Live skor varpast á sjónvarpsskjáinn í skálanum og eins geta keppendur fylgst með stöðunni í mótinu í símanum.

Við biðjum ykkur að taka þátt í þessu með okkur á meðan að við erum að læra á kerfið.  Það mun gera allt mótahald bæði auðveldara og flottara í framtíðinni.

Mótanefnd