Fyrirlestur um kríuna í golfskálanum á mánudaginn

Nesklúbburinn

Mánudaginn 23. júní mun Dr. Freydís Vigfúsdóttir Dýravistfræðingur halda áhugaverðan fyrirlestur um Kríuna í golfskála Nesklúbbsins.  Krían er árviss gestur á Nesvellinum á hverju sumri eftir hátt í 20 þúsund kílómetra ferðalag frá Suðurheimskaustlandinu þar sem hún dvelur á veturna og mun Freydís fræða okkur um lífsmynstur þessa merka fugls.  Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir.