Fyrsta kvennamótið á morgun

Nesklúbburinn

Fyrsta þriðjudagsmót NK-kvenna verður haldið á morgun, þriðjudaginn 19. maí.  

Eins og venjulega er bara að mæta þegar hentar eftir kl. 09.00.

Skráningarblöð eru í kassanum góða í veitingasölunni.  Eins og kom fram á kick-off kvöldunum mun Áslaugarbikarinn nú verða afhentur fyrir 9 holur (sjá nánar nkgolf/um nk/kvennastarf) 

Munið að skrá ykkur á rástíma sem fyrst í gegnum Golfbox.

Þátttökugjald er kr. 1.000 og greiðist með seðlum í umslag í kassanum.  

Einfalt, hefðbundið og bara gaman – mætum allar.