Fyrsta púttmót vetrarins – úrslit

Nesklúbburinn

Fyrsta púttmót vetrarins var haldið í dag í nýju inniaðstöðunni á Eiðistorgi.  Óhætt er að segja að þátttakan hafi verið mjög góð en 49 félagsmenn mættu og tóku þátt í þessu móti.  Leiknar eru 18 holur og urðu úrslit eftirfarandi:

1. sæti: Kjartan Steinsson – 29 högg
2. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson – 29 högg
3. sæti: Þorkell Helgason – 30 högg

Næsta púttmót fer fram sunnudaginn 15. janúar og eru félagsmenn hvattir til þess að mæta einhverntíman á milli 11.00 og 13.00 og taka þátt.