Gerum við boltaförin

Nesklúbburinn

Meðfylgjandi myndir voru teknar minna en 24 klst. eftir að völlurinn opnaði um síðastliðna helgi. Ein myndin sýnir ferskt boltafar, tvær sýna boltaför nokkrum klukkutímum eftir að það myndast og ein myndin sýnir boltafar sem orðið er að skemmd.

Við erum öll sammála um að hafa flatirnar góðar í allt sumar. Þær hafa komið vel undan vetri og það er afar mikilvægt nú þegar við erum nýbúin að opna að ganga vel um þær.

Þetta voru ekki einu boltaförin á flötunum sem ekki var búið að laga. Tökum höndum saman og gerum við ÖLL boltaförin okkar, sem og önnur boltaför sem við sjáum. Boltaför sem ekki eru löguð þegar þau myndast verða að skemmdum í flötinni, en enginn kylfingur vill hafa skemmd í púttlínunni sinni.

Myndbandið hér að neðan sýnir réttu aðferðina til að gera við boltaför: