Gjafabréf í golfhermi – frábær jólagjöf

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar.

Það er auðvelt að klára jólagjafakaupin heima í stofu. Á boka.nkgolf.is er hægt að kaupa gjafabréf í golfhermi með upphæð að eigin vali. Gjafabréfin er hægt að prenta út heima eða senda rafrænt.

Gjafabréf í golfhermi á Nesvöllum er því ekki aðeins frábær gjöf, heldur einnig einstaklega hentug lausn fyrir þá sem vilja spara sér tíma síðustu dagana fyrir jól.