Glæsilegt Jónsmessumót Nesklúbbsins fór fram síðastliðinn laugardag. Metþátttaka var í mótinu þar sem að rúmlega 90 kylfingar mættu til leiks. Ræst var út af öllum teigum kl. 18.00 og var leikið Texas-scramble fyrirkomulag þar sem ýmist voru 9 eða 10 manna holl. Mótið var að sjálfsögðu á léttu nótunum og voru vallarstarfsmenn búnir að útbúa ýmislegt óvænt á hverri flöt, fyrir utan lukkukerru, lukkuholu og svo náttúrulega búningakeppnina þar sem þemað var NEON í þetta skiptið. Margir félagsmenn mættu í afar skrautlegum búningum sem setti mikinn svip á mótið og gerði það enn skemmtilegra. Í mótslok var svo boðið upp á glæsilegt hlaðborð að hætti Krissa þar sem rúmlega 100 manns borðuðu í vel skreyttum skálanum og veitt voru hin ýmsu verðlaun fyrir afrek dagsins. Hið nýja fyrirkomulag Jónsmessunar þar sem léttleikinn og búningar eru í fyrirrúmi og svo standandi borðhald á eftir hefur vakið mikla lukku og greinilega komið til að vera.
Fleiri skemmtilegar myndir frá mótinu má sjá hér á síðunni undir „myndir“