Helga Kristín Einarsdóttir sigrar á Íslandsbankamótaröðinni

Nesklúbburinn

Helga Kristín Einarsdóttir sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna á Íslandsbankamótaröð unglinga á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag. Helga lék hringina tvo á 159 höggum sem tryggði henni 7 högga sigur. Særós Eva Óskarsdóttir úr GKG lenti í 2. sæti og Gunnhildur Kristjánsdóttir einnig úr GKG í 3 .sæti. Litlu munaði að báðir fulltrúar NK í stúlknaflokki kæmust á verðlaunapall, en Helga Kristín Gunnlaugsdóttir lenti í 4. sæti á 176 höggum.

Þetta er fyrsti sigur Helgu á unglingamótaröð GSÍ, en þetta er líka fyrsti sigur Nesklúbbsins í stúlknaflokki frá upphafi. Þetta er einnig fyrsti sigur Nesklúbbsins á unglingamótaröðinni síðan Ólafur Björn Loftsson sigraði á Básamótinu á Hólmsvelli í Leiru árið 2005.

Klúbburinn óskar Helgu Kristínu til hamingju með sigurinn!