Glæsilegt vallarmet í OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Ólafur Marel Árnason gerði sér lítið og lék hringinn á 62 höggum sem er nýtt vallarmet á Nesvellinum.  Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti: Ólafur Marel Árnason, NK – 62 högg
2. sæti: Bjarki Pétursson, GB – 64 högg
3. sæti: Guðmundur Örn Árnason, NK – 69 högg

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Örn Óskar Pétursson Blöndal, NK – 45 punktar
2. sæti: Pétur Orri Þórðarson, NK – 41 punktur
3. sæti: Valtýr Bergmann Benediktsson, GL – 40 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Hilmar Geirsson, GEY –  50cm frá holu
5./14. braut:Bergvin Magnús Þórðarson, GSE – 135cm frá holu
9./18. braut:Halldór Heiðar Halldórsson, GKB – 52cm frá holu