Skráningu í Meistaramótið 2018 lauk nú í kvöld kl. 22.00. Að endingu fór svo að 168 félagsmenn eru skráðir til leiks og verður það að teljast mjög gott.
Framundan er því stórskemmtilegt Meistaramót, veðurspáin fyrir næstu daga er orðin með betra móti og völlurinn lítur mjög vel út og er í góðu standi.
Eftir hádegi á morgun, föstudag mun verða sett fram ný og uppfærð rástímatafla sem tekur mið af skráningu í mótið og fjölda þátttakenda í hverjum flokki.
Seinnipartinn munu svo rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 30. júní verða birtir hér á heimasíðunni og á golf.is
Megi öllum keppendum ganga sem best og góða skemmtun
Mótsstjórn