Sú norska segir fínt veður í Meistaramótinu – síðasti skráningardagur í dag

Nesklúbburinn

Nú eru aðeins tveir dagar í Meistaramótið og er síðasti dagur til að skrá sig í mótið í dag, fimmtudag.  Mikið hefur gengið á í íslensku veðri undanfarið eins og allir vita en nú horfir samkvæmt norsku síðunni yr.no loks til betri tíðar á Nesvellinum og það í Meistaramótsvikunni.  Samkvæmt nýjustu spánni þar verður hægur vindur flest alla daga og mun sú gula meira að segja láta sjá sig við og við. 

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 150 félagsmenn skráð sig til þátttöku.  Skráningu lýkur stundvíslega kl. 22.00 í kvöld.