Sveitakeppnir GSÍ fóru fram um nýliðna helgi. Keppt var í Öldungaflokki karla og kvenna ásamt öllum unglingaflokkum. Nesklúbburinn sendi sveitir í allar keppnir og náðist heilt yfir mjög góður árangur hjá okkar fólki.
Öldungasveit karla keppti í 1. deild á Flúðum og endaði í 3. sæti. Sveitina skipuðu:
Eggert Eggertsson
Friðþjófur Helgason
Hörður R. Harðarson
Jóhann Reynisson
Jónatan Ólafsson
Sævar Egilsson
Þráinn Rósmundsson sem einnig var liðsstjóri
Öldungasveit kvenna keppti í 2. deild í Stykkishólmi og sigraði deildina og leikur í fyrstu deild að ári. Sveitina skipuðu:
Ágústa Dúa Jónsdóttir
Kristín Erna Gísladóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Rannveig Laxdal
Þyrí Valdimarsdóttir
Drengir 16 – 18 ára léku á Hellishólum og enduðu í 8. sæti. Sveitina skipuðu
Bragi Sigurðsson
Eggert Rafn Sighvatsson
Eiður Ísak Broddason
Pétur Theódór Árnason
Stúlkur 18 ára og yngri léku í Þorlákshöfn og enduðu í 5. sæti. Sveitina skipuðu:
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Kristín Rún Gunnarsdóttir
Margrét Mjöll Benjamínsdóttir
Matthildur María Rafnsdóttir
Salvör Ísberg
Í drengjaflokki 15 ára og yngri voru sendar tvær sveitir og var leikið á Akureyri. Önnur sveitin endaði í 10. sæti og hin í 20. sæti. Sveitirnar voru skipaðar eftirtöldum leikmönnum:
Dagur Logi Jónsson
Egill Snær Birgisson
Gunnar Geir Baldursson
Hjalti Sigurðsson
Kjartan Óskar Guðmundsson
Kristófer Orri Pétursson
Óskar Dagur Hauksson
Sigurður Örn Einarsson
Sindri Már Friðriksson
Sveinn Rúnar Másson
Sveinn Þór Sigþórsson
Sverrir Anton Arason