Forgangur á fyrsta teig

Nesklúbburinn

Eins og greint var frá hér á síðunni í vor verður nú þegar líða tekur á sumarið og umferð um völlinn minnkar, nokkrum fyrirtækjum og hópum heimilað að kaupa sér forgang á fyrsta teig á virkum dögum.  Reynt verður að stýra þessu eftir fremsta megni þannig að ekki verður farið út á mesta álagstíma og ekki verður um meira en eitt fyrirtæki eða einn hóp á dag.  Á hverjum mánudegi út september verður birt dagskrá hverrar viku hér á vefnum og á töflunni í skálanum.

Vikan 20. – 24. ágúst

ÞRIÐJUDAGURINN 21. ÁGÚST: Fimm ráshópar frá Opnum Kerfum kl. 16.30 – 9 holur.

MIÐVIKUDAGURINN 22. ÁGÚST: Fjórir ráshópar frá Stjórn BK og Bæjarstjórn Seltjarnarness kl. 17.45 – 9 holur.

 

Aðrir dagar eru samkvæmt mótaskrá á golf.is