Golf-skák á Nesvellinum 7. september

Nesklúbburinn

Eftir heimsmeistaraeinvígið í skák 1972 hittust þeir Boris Spassky og Bobby Fischer á Bessastöðum 5. september. Eftir fundinn fór Fischer til Keflavíkur að spila keilu en Spassky fór út á Nesvöll að slá golfkúlur. Til að minnast þessa og 50 ára sögu Golfklúbbs Ness verður haldið golf-skákmót. Golf-skák er óvenjulegt golfmót þar sem keppendur keppa fyrst í golfi og síðan í hraðskák. Golf-skákmótið er samvinnuverkefni Landssamtaka eldri kylfinga og Nesklúbbsins.

Golf-skák er leikið þannig að fyrst er leikinn níuholu höggleikur. Ræst er út á öllum teigum samtímis kl. 09.00 (ATH. rástímar á golf.is eru eingöngu til að raða í holl). Eftir golfleikinn er sest niður við tafl og leiknar 7 hraðskákir eftir Monradkerfi. Sigurvegari verður sá sem hefur bestan samanlagðan árangur, sætaskipan, í golfleiknum og skákinni. Verði tveir eða fleiri jafnir ræður betri árangur í golfinu hver hlýtur fyrsta sæti. Mótið er opið öllum þeim sem vilja keppa í golfi og skák.

Boðið er upp á súpu eftir golfleikinn áður skákmótið hefst.

Leikfyrirkomulag golfmótsins er höggleikur.

Verðlaun:

Fyrir fyrsta sæti  er ferð til áfangastaða WOW í Evrópu að eigin vali.

Nándarverðlaun á holum 2 og 5 eru AGA-gas kútar.

AGA gefur teiggjafir.

Dregið verður úr skorkortum um konfekt frá Nóa-Síríus.

Mótsgjald er kr. 5.000 og er innifalin súpa í hádeginu.

Skráning hefst mánudaginn 25. ágúst og stendur til föstudagsins 5. september kl. 16.00