Undirbúðu þig sem best fyrir golfsumarið 2025!
Hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni, íþróttafræðingi og golfkennara hjá NK, hefjast aftur eftir áramót og fara fyrstu námskeiðin af stað strax í byrjun janúar. Um er að ræða fjölbreytt golfnámskeið sem eru að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun, þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Ef þú vilt bæta þig í öllum helstu höggunum og auka þekkingu þína á því sem skiptir mestu máli til að ná framförum þá eru þessi námskeið fyrir þig. Námskeiðin voru vel sótt veturinn 23/24 og komust færri að en vildu.
Alls verða níu námskeið í boði og verða þau öll kennd á Nesvöllum í hádeginu milli 12:00 og 13:00.
Til að tryggja gæði kennslunnar og einstaklingsmiðaða nálgun er aðeins pláss fyrir fjóra nemendur á hverju námskeiði.
Dagsetningar í boði:
– Mánudagar 6. janúar – 10. febrúar (6 skipti)
– Þriðjudagar 7. janúar – 11. febrúar (6 skipti)
– Miðvikudagar 8. janúar – 12. febrúar (6 skipti)
– Mánudagar 17. febrúar – 24. mars ( 6 skipti)
– Þriðjudagar 18. febrúar – 25. mars (6 skipti)
– Miðvikudagar 19. febrúar – 26. mars (6 skipti)
– Mánudagar 31. mars – 5. maí (4 skipti)
– Þriðjudagar 1. apríl – 6 maí (5 skipti)
– Miðvikudagar 2. apríl – 7. maí (5 skipti)
Fríðindi: Nemendur fá 20% afslátt af einkakennslu á meðan námskeiðstímanum stendur. Einnig stendur öllum nemendum til boða að kaupa eitt klippikort í golfhermi á 15% afslætti.
Nánari upplýsingar og skráning: gudmundurorn.is/product/namskeid/.
Fyrirspurnir: gudmundur@nkgolf.is eða 849-1996.
Ath: 10% afsláttur er veittur af öllum skráningum sem eru gerðar fyrir 1. janúar 2025.