Golfnámskeið í hádeginu í febrúar og mars

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Guðmundur Örn, íþróttafræðingur og PGA golfkennaranemi, verður með 8 vikna golfnámskeið á Nesvöllum í hádeginu í febrúar og mars.

Námskeiðin eru á milli 12:00 og 13:00 og er hægt að velja um að vera á þriðjudögum, fimmtudögum eða föstudögum. Það er pláss fyrir 4 nemendur á hverju námskeiði og því takmarkað framboð.

Námskeiðin verða að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun þar sem verður farið í fjölbreyttar æfingar í púttum, vippum, fleyghöggum, járnahöggum og drive-um. 

Dagsetningar:
Þriðjudagsnámskeið:  6. febrúar – 26. mars
Fimmtudagsnámskeið:   8. febrúar – 28. mars
Föstudagsnámskeið:   9. febrúar – 29. mars

Verð á mann = 52.000 kr.

Skráning á www.gudmundurorn.is/thjalfunarleidir eða í gegnum gudmundur@nkgolf.is