Golfskálinn lokar á morgun

Nesklúbburinn

Nú líður að lokum þessa frábæra golfsumars og eru starfsmenn hægt og rólega að búa bæði skálann og völlinn undir veturinn.  

Daglegri opnun veitingasölunnar lýkur á morgun, þriðjudaginn 1. október.   Þeir félagsmenn sem eiga þar eitthvað óuppgert eru vinsamlegast beðnir um að koma í dag eða á morgun.

Æfingasvæðið verður opið áfram og er hægt að nota bæði 100kr. myntir í boltavélaina (16 boltar kosta kr. 200 sem er minnsti skammtur) og svo náttúrulega boltakortin. Völlurinn verður líka opinn áfram inn á teiga og flatir eins lengi og mögulegt er og tilkynnt verður á heimasíðunni þegar það breytist.

Við minnum á að aðgengi að salernum klúbbsins er hægt að fá með því að virkja félagsskírteinin sín.  Þeir sem ekki hafa gert það nú þegar geta komið við á skrifstofu klúbbsins á milli kl. 13.00 og 16.00 næstu daga.

Risið, inniaðstaða klúbbsins mun svo opna í lok október og verður það allt kynnt betur þegar nær dregur.