Það verður stórviðburður á Nesvellinum á mánudaginn eins og fram hefur komið þegar að Annika Sörenstam, heldur golfsýningu á Nesvellinum. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkan viðburð og þ.a.m. þarf að uppfylla miklar öryggiskröfur.
Við leituðum eftir aðstoð félagsmanna um daginn og hafa margir boðið sig fram sem er frábært. En við þurfum fleiri til. Þetta er sáraeinfalt verkefni en um leið ákaflega mikilvægt. Þetta snýst fyrst og fremst bara um að vera til staðar og sjá til þess að enginn fari inn- eða útfyrir þau afmerktu svæði sem sett verða upp.
Allir þeir sem bjóða sig fram munu að sjálfsögðu geta horft á sýninguna hennar Anniku og í sjálfu sér verða þá í bestu stæðunum þar sem að viðkomandi standa þá fremst.
Þetta er frá kl. 10.00 á mánudaginn og þar til að áhorfendur verða að mestu farnir að sýningu lokinni.
Ef þú/þið mögulega hafið tök á þá að aðstoða okkur þá endilega látið vita á nkgolf@nkgolf.is eða hringið í Hauk í síma: 860-1358.
F.h. viðburðarnefndar,
Stefán Örn og Oddný