Annika Sörenstam, golfsýningin er á morgun

Nesklúbburinn

Golfsýning Anniku Sörenstam byrjar kl. 11.30 á morgun, mánudaginn 11. júní og hvetjum við alla félagsmenn sem hafa tök á að koma og fylgjast með einum fremsta kvenkylfingi fyrr og síðar.

Nokkur atriði sem hafa ber í huga við aðkomu.

* Það eru næg bílastæði á æfingasvæði klúbbsins sem búið er að merkja sem slík.

* vinsamlegast fylgið öllum fyrirmælum starfsmanna sem eru á staðnum.

* Vinsamlegast farið ekki innfyrir þær afmarkanir sem settar hafa verið upp.

* Mætið tímanlega því gert er ráð fyrir töluverðum fjölda fólks og það mun allt taka tíma

* Búið er að koma fyrir salernum vestan megin við golfskálann.  Salernin inni í skála verða lokuð fram yfir sýningu.

 

Sjálfboðaliðar: vinsamlegast mætið kl. 10.00 nema um annað hafi verið rætt við ykkur.  

 

Góða skemmtun,