Kæru félagar,
Því hefur nú verið beint til allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka golfvöllum fram til 19. október eða þar til ný fyrirmæli berast frá yfirvöldum. Nánar tiltekið er um að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi.
Við leggjum okkar af mörkum í þessari baráttu og hefur Nesvellinum og æfingasvæði klúbbsins því verið lokað eins og öðrum golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu.
GSÍ beinir þeim tilmælum einnig til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur.
Þeir kylfingar sem eiga bókaða rástíma næstu daga ættu nú að hafa fengið skilaboð um að þeirra rástímar falli niður.
Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur.
Það er einlæg von Golfsambands Íslands að golfklúbbar og kylfingar hafi skilning á þessum tilmælum og bregðist við þeim þegar í stað.
Nánar má sjá tilkynningu GSÍ á heimasíðu sambandsins, golf.is eða með því að smella hér.