Hádegisnámskeið hjá Guðmundi golfkennara snúa aftur í janúar 2026 og eru fullkomin leið til að byrja nýtt golfár.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að hver nemandi læri að skilja eigin sveiflu, greina hvað hefur áhrif á flug boltans og hvernig við getum sjálf greint og leiðrétt villur í leiknum okkar.
Unnið er markvisst í TrackMan golfhermum þar sem þú lærir að lesa gögnin, sjá mynstur í höggunum þínum og skilja hvað raunverulega skiptir máli í sveiflunni þinni.
Kennslan fer fram í litlum hópum með 3–4 þátttakendum, þar sem hver og einn fær persónulega leiðsögn. Hver tími er 60 mínútur, frá kl. 12:00–13:00, og þú velur þann dag sem hentar þér best – mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag.
Allir tímar eru byggðir upp sem stöðvaþjálfun: tvær stöðvar í Trackman golfhermi, ein púttstöð og ein vippstöð.
Æfingarnar eru einfaldar, markvissar og hannaðar þannig að allir geti sett þær upp sjálfir og æft sig áfram á eigin tíma eftir námskeiðið.
Markmiðið er að gera þig sjálfstæðari kylfing – að þú lærir að skilja leikinn þinn, sjá hvað veldur mistökum og geta leiðrétt þau á eigin spýtur.
Alls eru aðeins 20 sæti í boði – fjögur á hverjum degi. Námskeiðin eru 5 vikur (5x 60 mín tímar) og hefjast í fyrstu fullu viku janúar 2026.
Verð = 32.500 kr.
Skráning fer fram á gudmundurorn.is/hadegisnamskeid/
Fyrirspurnir: gudmundur@nkgolf.is eða í síma 849-1996

