Ný hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni byrja í næstu viku og eru enn laus pláss á mánudögum. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem eru kennd á Nesvöllum milli 12:00 og 13:00.
Námskeiðin fara að mestu fram í formi stöðvaþjálfunar þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Námskeiðin eru fyrir alla kylfinga sem vilja læra:
– Hvað býr til gott golfhögg og hvað fer úrskeiðis þegar við sláum léleg högg.
– Að nota golfhermi til að greina styrkleika og veikleika okkar.
– Einstaklingsmiðaðar æfingar til að bæta sveifluna.
– Einfaldar æfingar til að ná betri færni í vippum og púttum.
Skráning fer fram á gudmundurorn.is/golfnamskeid eða í gegnum gudmundur@nkgolf.is.
Nánari upplýsingar fást í gegnum gudmundur@nkgolf.is eða í síma 849-1996.