Haukur ráðinn vallarstjóri

Nesklúbburinn

Nýr vallarstjóri Nesklúbbsins hefur verið ráðinn og heitir hann Haukur Jónsson en hann hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem vallarstjóri Hamarsvallar í Borgarnesi.

Haukur útskrifaðist árið 2004 frá Elmwood College í Skotlandi þar sem hann nam gras- og golfvallarfræði.  Hann hóf störf hjá golfklúbbnum Keili árið 2000 og á árunum 2004 – 2010 var hann aðstoðarvallarstjóri á þeim velli.

Neskúbburinn býður Hauk velkominn til starfa en hann mun hefja störf þann 1. janúar næstkomandi