Helga Kristín Einarsdóttir Íslandsmeistari unglinga

Nesklúbburinn

Helga Kristín Einarsdóttir klúbbmeistari kvenna sigraði í dag Íslandsmót unglinga í flokki 17-18 ára á Strandarvelli á Hellu. Helga Kristín lék á 148 höggum og var 3 höggum á undan Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR.

Aðeins munaði einu höggi á Helgu Kristínu og Ragnhildi fyrir lokaholuna, en Helga Kristín fékk fugl til að gulltryggja sigurinn. Þetta er annar sigur Helgu Kristínar á þessu ári á Íslandsbankamótaröðinni og þriðji sigur hennar á stigamótum unglinga.

Klúbburinn óskar Helgu Kristínu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!