Hinn árlegi hreinsunardagur klúbbsins sem öllu jafna er haldinn fyrsta laugardag í maí og halda átti núna á laugardaginn nk. hefur verið frestað um viku. Slæmt veðurfar undanfarna daga og í raun veðurspá næstu daga einnig er þar megin ástæðan og er það mat þeirra sem að deginum standa að verið sé að verja meiri hagsmuni fyrir minni.
Hreinsunardagurinn og um leið fyrsta mót sumarsins verður því haldinn laugardaginn 9. maí og hefst stundvíslega kl. 10.00. Allt verður þetta nánar auglýst betur þegar nær dregur.