Skráning á krakkanámskeiðin hefst á mánudaginn

Nesklúbburinn

Eins og undanfarin ár mun Nesklúbburinn bjóða upp á námskeið fyrir yngri kynslóðina óháð því hvort að þau séu í klúbbnum eða ekki.  Yfirumsjón með námskeiðunum er í höndum Nökkva Gunnarssonar golfkennara og er markmiðið með þeim að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli. Einungis 30 krakkar komast á hvert námskeið og hafa undanfarin ár færri komist að en viljað.  Skráning hefst mánudaginn 4. maí næstkomandi kl. 09.00 og fer eingöngu fram í síma: 561-1930.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá á heimasíðu klúbbsins: nkgolf.is/kennsla/krakkanámskeið