Kæru félagsmenn,
Eftir stöðufund í gær var ákveðið að fresta hreinsunardeginum um viku og þá um leið opnun vallarins og veitingasölunnar. Ástæðan er einfaldlega sú að völlurinn er bara ekki alveg kominn í það ástand sem við höfðum vonast eftir. Það er margt sem týna má til en umfram allt byggist ákvörðunin fyrst og fremst á ástandi flatanna. Það hefur tekið lengri tíma en vonast hafði verið eftir að fá og sjá afrakstur þeirra aðgerða þurfti að fara í á þeim. Okkur þykir þetta að sjálfsögðu miður en teljum okkur um leið vera að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, öllum til ávinnings.
Ég vil því í leiðinni ítreka að flatirnar eru þ.a.l. gríðarlega viðkvæmar og verða að fá meiri tíma án ágangs. Við biðjum ykkur sem eruð að leika völlinn því sérstaklega um að slá alls ekki inn á flatirnar og í rauninni bara að ganga ekki inn á þær.
Við erum að vinna hörðum höndum að því að opna æfingasvæðið og vonandi næst að klára það í dag – við látum vita um leið og það er klárt.
Myndin sem fylgir þessari frétt var tekin í gær og er af 6. flöt. Fleiri myndir má sjá í nýrri frétt á heimasíðu klúbbsins, eða með því að smella hér, þar sem Stuart vallarstjóri fer dýpra ofan í saumana á stöðu vallarins – ég hvet ykkur til að lesa hana.
Sjáumst hress 10. maí – takið daginn frá
Haukur
Framkvæmdastjóri