Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri

Nesklúbburinn

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram dagana 14. – 16. júlí.  Leikið var á þremur völlum, hjá GM Mosfellsbæ, GKG í Garðabæ og hjá Keili í Hafnarfirði.  Liðum var skipt upp í þrjár deildir og sendi Nesklúbburinn í fyrsta skipti lið til keppni sem lék í Gulu deildinni.  Drengirnir stóðu sig frábærlega og enduðu í 4. sæti í sinni deild, aðeins 0,5 stigi frá öðru sætinu.  Liðið var skipað sex drengjum sem voru:

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Sveinsson Blöndal
Ólafur Björn Hansson
Óskar Gísli Ólafsson
Skarpéðinn Egill Þórisson
Tómas Þrastarson

Liðsstjóri var: Magnús Máni Kjærnested og honum til aðstoðar Jóhannes Guðmundsson félagsmaður í Nesklúbbnum