Íslandsmót golfklúbba er um helgina

Nesklúbburinn

Íslandsmót golfklúbba 2020 fer fram nú um helgina.  Keppnin sem áður hét Sveitakeppni GSÍ er keppni á milli allra golfklúbba, skipt upp eftir deildum þar sem lið hvers klúbbs er skipað 6-9 kylfingum.  Þessa helgina er keppt á milli A-sveita klúbbanna og tekur Nesklúbburinn að sjálfsögðu þátt.  Kvennasveitin keppir í 2. deild á Vatnsleysuströnd og karlasveitin í 2. deild á Garðavelli á Akranesi.  Allar upplýsingar nánari upplýsingar um fyrirkomulag og úrslit má nálgast á golf.is.

Liðsskipan A-sveitar kvenna:

Elsa Nielsen
Erla Ýr Kristjánsdóttir
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Matthildur María Rafnsdóttir
Ragna Björg Ingólfsdóttir

Liðsstjóri: Erla Ýr Kristjánsdóttir

Liðsskipan A-sveitar karla:

Guðmundur Örn Árnason
Kjartan Óskar Guðmundsson
Kristján Björn Haraldsson
Nökkvi Gunnarsson
Magnús Máni Kjærnested
Orri Snær Jónsson
Ólafur Marel Árnason
Steinn Baugur Gunnarsson

Liðsstjóri: Nökkvi Gunnarsson