Íslandsmót haldið á Nesvellinum um helgina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Af gefnu tilefni vegna mikils uppgangs í barnastarfi klúbbsins sem vakið hefur athygli golfhreyfingarinnar sem og 60 ára afmælis Nesklúbbsins í ár leitaði Golfsamband Íslands til okkar um að halda Íslandsmót 14 ára og yngri nú um helgina.  Mótið verður haldið frá föstudegi til sunnudags og eru um 100 börn skráð til leiks.  Við vonum að félagsmenn sýni þessu skilning með stolti enda hefur ekki verið haldið Íslandsmót hjá klúbbnum í tæp 50 ár.  Völlurinn mun engu að síður verða opnaður á rástíma fyrir félagsmenn alla daga þegar allir keppnisdagar barnanna eru búnir.

Mótanefnd