Það er mér sönn ánægja að veita félögum í Nesklúbbnum jólaafslátt af nýju golfkennslubókinni minni GæðaGolf. Fullt verð er 5.600.- en verð fyrir félaga í Nesklúbbnum 4.600.- í desember.
Bókin er handbók sem mun lifa með eigandanum lengi eftir fyrsta lestur. Alltaf hægt að grípa í bókina þegar einhver vandamál steðja að í golfinu og finna leið til leiðréttingar. GæðaGolf hentar kylfingum af öllum getustigum og er tilvalin jólagjöf fyrir golfara.
Bókina er hægt að nálgast í inniaðstöðunni í Risinu á milli 17 og 19 á virkum dögum í desember eða panta á netinu og fá hana heimsenda. Slóðin fyrir jólatilboðið er eftirfarandi https://www.gaedagolf.is/klubbatilbod
Kveðja Nökkvi Golfkennari