Aðalfundur Nesklúbbsins haldinn í gær

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness ? Nesklúbbsins var haldinn í gær, fimmtudaginn 29. nóvember.  Rúmlega 70 félagar í klúbbnum sátu fundinn.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmlega 94 milljónir og rekstargjöld um 86 milljónir.  Eftir framkvæmdir, fjárfestingar og afskriftir véla og tækja var tap ársins upp á 1,6 milljónir.

Samþykkt var að meðaltali 6% hækkun á félagsgjöldum sem verða árið 2019 eftirfarandi:

Félagsgjald 20 ára og eldri: 89.000
Félagsgjald 16-19 ára – 57.000
Félagsgjald 15 ára og yngri: 38.000
Félagsgjald 67 ára og eldri: 76.000

Inni í félagsgjöldum allra 20 ára og eldri er kr. 7.000 inneign í veitingasölunni.

Stjórn klúbbsins fyrir tímabilið 2019 verður þannig skipuð:

Formaður: Kristinn Ólafsson

Aðrir í stjórn: Árni Vilhjálmsson, Áslaug Einarsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Jóhann Karl Þórisson, Stefán Örn Stefánsson og Þuríður Halldórsdóttir.