Kalt á fyrsta kvennamótinu í gær

Nesklúbburinn

Fyrsta kvennamótið fór fram í gær í frekar köldu og vindasömu veðri.  Það voru einungis tvær konur sem léku 18 holur en átta til viðbótar tóku þátt í 9 holu mótinu.  Skor og punktafjöldi keppenda voru dálítið í takt við aðstæðurnar en þó náðist ágætis árangur inn á milli og meðal annars náði ein að lækka sig í forgjöf.  Þar var á ferð Ragna Björg Ingólfsdóttir sem sigraði 9 holu mótið en hún fékk 19 punkta.  Helstu úrslit í mótinu voru annars eftirfarandi:

18 HOLUR

  1. SÆTI ? ODDNÝ RÓSA HALLDÓRSDÓTTIR ? 26 PUNKTAR
  2. SÆTI ? ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR – 25 PUNKTAR

9 HOLUR

  1. SÆTI ? RAGNA BJÖRG INGÓLFSDÓTTIR ? 19 PUNKTAR
  2. SÆTI ? MAGNDÍS MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ? 16 PUNKTAR
  3. SÆTI ? SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR – 16 PUNKTAR

Besta skor á 18 holum: Oddný Rósa Halldórsdóttir, 101 högg.*

       *Oddný og Þuríður voru á sama skori en Oddný var með betri seinni hring.